Skjálfti upp á M 4 við Hestfjall

Birta á :
Hestfjall í Grímsnesi. Mynd: Kersti Nebelsiek
Hestfjall í Grímsnesi.
Mynd: Kersti Nebelsiek

Allsnarpur jarðskjálfti varð kl. 23 14 í gærkvöldi við Hestfjall í Grímsnesi.  Þetta er þekkt skjálftasvæði þar sem Suðurlandsskjálftar hafa stundum átt upptök og var þarna t.d. gríðarlega öflugur skjálfti á þessari sprungu árið 1784 um 7 af stærð.  Einn af Suðurlandsskjálftunum árið 2000 átti upptök á svipuðu slóðum og verður að teljast líklegt að þetta sé eftirskjálfti eftir þá atburði.  Vegna þess hve skammt er liðið frá síðustu Suðurlandsskjálftum eru tæplega líkur á mikið stærri skjálftum en þetta á þessum slóðum.  Hinsvegar voru vísbendingar um að enn væri einhver spenna á svæðinu eftir skjálftana 2000 og 2008 og í því ljósi kemur skjálfti af þessari stærð ekki á óvart.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top