.
Nokkuð hefur verið um jarðskjálfta í Kverkfjöllum við norðurbrún Vatnajökuls undanfarna sólarhringa og hafa stærstu skjálftarnir verið um og yfir 3 stig. Kverkfjallasvæðið er virk og umfangsmikil megineldstöð. Af og til koma fram skjálftahrinur á mælum með upptök í Kverkfjöllum og því er þetta ekkert óvenjulegt. Á svæðinu er mikið um misgengi og einnig mikill jarðhiti. Skjálftarnir geta vel tengst hreyfingum í kvikuhólfi Kverkfjalla eða kvikuinnskoti en ekkert sérstakt bendir þó til eldsumbrota á svæðinu á næstunni. Oft hefur gosið í Kverkfjöllum, líklega síðast árið 1929. Gos í Kverkfjöllum hafa í gegnum tíðina valdið miklum hlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Þá er talið að forsöguleg stórgos í Kverkfjöllum hafi valdið jökulhlaupum sem hafi grafið Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands
Frétt um skjálftana á mbl.is – Jarðskjálftahrina í Vatnajökli