Það er nánast fastur liður eins og venjulega að skjálftavirkni eykst í Kötlu á sumrin og virknin helst nokkuð mikil fram á haust. Jarðskjálftum hefur fjölgað í Kötlu í mánuðinum og í nótt varð hrina með um 20 grunnum smáskjálftum sem virðast tengjast jarðhitakerfum í Kötluöskjunni.
Eldfjöll bera að sjálfsögðu ekki skinbragð á árstíðir en það sem veldur aukinni virkni á sumrin og haustin í Kötlu eru þrýstingsbreytingar vegna snjóbráðnunar á jöklinum. Það er því engin tilviljun að flest gos í Kötlu á sögulegum tíma verða síðla sumars og á haustin.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir skjálfta í Mýrdalsjökli undanfarna sólarhringa.