Nokkuð snarpur jarðkjálfti að stærð 3,1 varð i Ingólfsfjalli skömmu eftir hádegi í dag. Fannst hann vel í nágrenninu ss. í Hveragerði og á Selfossi. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum undanfarnar vikur en þetta er stærsti skjálftinn hingað til. Ingólfsfjall er um 550 metra hátt móbergsfjall og ekki virkt eldfjall. Þau eldstöðvakerfi sem eru næst fjallinu eru Hengillinn í vestri og Grímsneseldstöðin í austri.
Þetta eru hinsvegar nær örugglega hefðbundnir brotaskjálftar. Þess má geta að suðurlandsskjálftinn 2008 sem mældist 6,3 á Richter átti upptök sin undir Ingólfsfjalli.