Jarðskjáltar um víða veröld
  • Mon 19:38:35 (UTC) 4.6,Mariana Islands Region (.. - Details
  • Mon 19:34:14 (UTC) 3.5, - Details
  • Mon 19:12:21 (UTC) 3.0,W Frontera.ihi (Spain) - Details
  • Mon 19:07:36 (UTC) 3.0,Yolbilen-hizan (bitlis) .. - Details
  • Mon 19:03:10 (UTC) 3.0,Girit Adasi Aciklari (me.. - Details
  • Mon 18:59:00 (UTC) 3.7,036 km N 60° E of Gener.. - Details
  • Mon 18:47:07 (UTC) 3.2,Dominican Republic - Details
  • Mon 18:27:48 (UTC) 3.5,Antofagasta, - Details
  • Mon 18:09:53 (UTC) 4.2,Tarapaca, - Details
  • Mon 18:07:34 (UTC) 3.6,Kepulauan Talaud, - Details
(http://www NULL.chess NULL.com?ref_id=4222785)
Free online chess games! (http://www NULL.chess NULL.com/)

Hlaup undan Köldukvíslarjökli

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2011/07/bardarbunga_map NULL.jpg)Í gær og í nótt varð lítið jökulhlaup undan Köldukvíslarjökli sem er í vestanverðum Vatnajökli á milli Hamarsins og Bárðarbungu.  Það er skammt á milli atburða þessar vikurnar og virðast eldstöðvar á Suður og Suðausturlandi með allra líflegasta móti.  Að öllum líkindum var það jarðhiti sem olli þessu hlaupi en þessi “hlaupleið” er þó fremur fátíð því ekki er vitað um mikilvirk jarðhitasvæði á þesum slóðum.  Hlaupið kom greinilega fram á óróamælum Veðurstofunnar í grennd við Vestanverðan Vatnajökul og því var augljóst að eitthvað var um að vera á þeim slóðum.  Hlaupið olli ekki neinum skaða.  Það fór beint í Hágöngulón og fyllti það sem kemur sér reyndar ágætulega fyrir vatnsbúskap Landsvirkjunar svo framarlega sem ekki verða meiri atburðir þarna.

Þetta er enn einn atburðurinn í langri röð atvika í Bárðarbungueldstöðinn sem bendir til þess að Bárðarbunga sé að hitna og búa sig undir gos.  Jarðskjálftar hafa verið mjög tíðir undanfarin ár og reyndar áratugi í sprungureinum Bárðarbungu, norðan við hana, í henni sjálfri og einnig sunnan við hana þ.e. í grennd við Hamarinn sem einnig er megineldstöð í Bárðarbungukerfinu.

Uppfært kl. 00 45

Hlaupið kom niður farveg árinnar Sveðju en ekki Köldukvísl eins og áður var talið og kemur það úr háhitasvæði nálægt Hamrinum sem ekki var vitað um áður.  Kom þetta fram í fréttum RÚV í kvöld.  Hlaupið var nokkru stærra en hlaupið sem varð í Múlakvísl fyrir nokkrum dögum.

Árið 1996 kom stór jarðskjálfti í Bárðarbungu, 5 á Richter af stað eldgosi undir jökli á milli Bárðarbungu og Grímsvatna.  Gosefnin tilheyrðu Grímsvatnakerfinu og því hefur þetta gos verið flokkað sem Grímsvatnagos.

Eins og fram kemur í umfjöllun okkar um Bárðarbungu (http://www NULL.eldgos NULL.is/bar%c3%b0arbunga)þá er þetta ein öflugasta eldstöð landsins og verða öflugar goshrinur í kerfinu á nokkur hundruð ára fresti.  Ekki er talið að gosið hafi þar síðan Tröllahraun rann á árunum 1862-4 á jökullausu svæði norðan Vatnajökuls.  Mjög öflug hrina gekk yfir árin 1477-1480 með stórgosum (http://www NULL.eldgos NULL.is/storgos-eftir-landnam/bar%c3%b0arbunga-vei%c3%b0ivotn-1480)bæði í jöklinum og á Veiðivatnasvæðinu.  Ljóst er að slík hrina mundi valda gríðarlegu tjóni gengi hún yfir í dag.  Einnig varð öflug hrina skömmu eftir Landnám (http://www NULL.eldgos NULL.is/storgos-eftir-landnam/vatnaoldur-870) á svipuðum slóðum og myndaði Landnámslagið svokallaða sem er tvílitt gjóskulag því á sama tíma varð gos í Torfajökulskerfinu en þau fylgja gjarnan stórgosum á Veiðivatnasvæðinu.  Þá eru einnig ummerki um mikil hamfarahlaup úr Norðvestanverðum Vatnajökli sem rekja má til Bárðarbungu og /eða Kverkfjalla.

Bárðarbunga gæti svosem tekið sér nokkra áratugi í viðbót í að undirbúa gos og ekki er víst að um stóran atburð verði að ræða en eldstöðin á sér langa sögu um hamfaragos og því er allur varinn góður.

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum