ELDGOS HAFIÐ Í GRÍMSVÖTNUM

Birta á :

ELDGOS HÓFST Í GRÍMSVÖTNUM UM KL. 18 Í DAG.  Tiltölulega rólegt hefur verið undanfarnar vikur á skjálftamælum á þessum slóðum sem og annarsstaðar á landinu svo segja má að gosið hafi komið nokkuð á óvart.  Hinsvegar hefur verið búist við gosi í nokkurn tíma í Grímsvötnum sem eru virkasta eldstöð landsins

Gosið virðist að sögn sjónarvotta nokkuð öflugt en nánari fréttir liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað.  Mikil jarðskjálftavirkni hefur fylgt upphafi gossins og vekja staðsetningar skjálfta suðvestan Vatnajökuls nokkra athygli en þetta geta verið skekkjur i mælitækjum sem oft gerist þegar öflugar skjálftahrinur ganga yfir.  Hér er jarðskjálftagraf Veðurstofu Íslands af Vatnajökli og nágrenni.  Myndin er einnig fengin þaðan.

Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2004 og þar áður 1998.  Bæði þessi gos voru smá en hinsvegar var gosið tveim árum áður, 1996 allmikið.

Nánari fréttir af gosinu eru væntanlegar eftir því sem þær berast en hér má lesa um Grímsvatnaeldstöðina.

1 thought on “<span class="caps">ELDGOS</span> <span class="caps">HAFIÐ</span> Í <span class="caps">GRÍMSVÖTNUM</span>”

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top