Grímsvötn

Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Fullvíst er nú talið að hlaup hafi hafist úr Grímsvötnum í Vatnajökli á fimmtudaginGrímsvötnn.  Mun það ná hámarki á 4-5 dögum.  Síðastliðna nótt mældist jarðskjálfti um 3 á Richter undir Grímsfjalli sem er við vötnin.   Hlaup nú kemur engum á óvart, vitað var að vatnsborðið var orðið mjög hátt í vötnunum.  Skv. frétt á mbl.is  leitar hlaupið nú í Gígjukvísl en ekki í Skeiðará eins og venjan er og er ástæðan breytingar sem orðið hafa við jökulsporðinn í kjölfar þess að jökullinn hefur hopað undanfarin ár.  Raunar er farvegur Skeiðarár alveg þurr um þessar mundir.

Á meðfylgjandi korti sem fengið er héðan sést leið vatns frá Grímsvötnum og einnig eru helstu megineldstöðvar í Vatnajökli merktar inn á kortið.

Vatnajökull í stuði

Hvorki meira né minna en fjórar eldstöðvar undir Vatnajökli hafa sýnt jarðskjálftavirkni í vikunni. Er hér um að  ræða Bárðarbungu sem reyndar hefur verið óróleg lengi, Grímsvötn og Kverkfjöll. Allt eru þetta þekktar eldstöðvar sem hafa oft gosið á sögulegum tíma en sú sem hvað verst lætur þessa dagana er eldstöðin Esjufjöll í suðaustanverðum jöklinum, ca. 20 km, NA af Öræfajökli.   Á meðfylgjandi kortið sem fengið er af vef Veðurstofunnar sjást skjálftarnir.  Neðarlega til hægri eru skjálftar í Esjufjöllum. …

Scroll to Top