Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 um 30 km. NNA af Öskju um kl. 12 45 í dag. Skjálftinn er enn óyfirfarinn og kemur á vefnum fram sem tveir skjálftar en líklega er um einn atburð að ræða. Enn er óljóst hvað um er að vera en smáskjálftahrinur hafa verið algengar á þessum slóðum undanfarin ár. Upptökin eru fáeina kílómetra frá Herðubreið en hún er ekki virkt eldfjall. Samkvæmt óróamælum er ekki um lágtíðniskjálfta að ræða en þeir fylgja kvikuhreyfingum neðanjarðar.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftans sem græna stjörnu.
UPPFÆRT KL. 01 18 – Hátt í 100 skjálftar hafa mælst í kvöld á svæðinu. Flestir af stærðinni 1,5 -2.