Jarðskjáltar um víða veröld
  • Wed 17:00:00 (UTC) 3.6,095 km S 70° E of Jose .. - Details
  • Wed 16:35:27 (UTC) 4.1,Jujuy, - Details
  • Wed 16:02:05 (UTC) 3.8,FRANCE - 27km de Châtea.. - Details
  • Wed 15:58:23 (UTC) 3.6,Ecuador - Galapagos, a 8.. - Details
  • Wed 15:52:52 (UTC) 3.2,South Korea - Details
  • Wed 15:36:03 (UTC) 3.9,Peru-Ecuador Border Regi.. - Details
  • Wed 15:33:29 (UTC) 3.4,Irian Jaya, - Details
  • Wed 15:32:22 (UTC) 4.6,Near N. Coast of New Gui.. - Details
  • Wed 15:24:00 (UTC) 4.0,Offshore Michoacan, - Details
  • Wed 15:10:54 (UTC) 4.9,Andaman Islands, India R.. - Details
(http://www NULL.chess NULL.com?ref_id=4222785)
Free online chess games! (http://www NULL.chess NULL.com/)

Stórir jarðskjálftar undan ströndum Súmötru

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/04/sumatra_ap2012 NULL.gif)Jarðskjálfti af stærðinni M 8,6 reið yfir á Indlandshafi í morgun, um 500 km. undan ströndum Súmötru.  Eftirskjálfti 8,2 mældist skömmu síðar.  Stærri skjálftinn fannst t.d. í Tælandi, Singapúr, Indlandi og Indónesíu.  Flóðbylgjuviðvörun var gefin út á Indlandshafi en nú þegar er ljóst að ekki verður nein flóðbylgja í líkingu við þá sem skall á ströndum ríkja við Indlandshaf árið 2004 vegna þessa skjálfta.

Undanfarin ár hafa nokkrir mjög  stórir jarðskjálftar orðið undan ströndum Súmötru.   Sá stærsti í desember 2004 mældist 9,1 en árin 2005, 2006 og 2007 urðu skjálftar á svipuðum slóðum upp á 8,5- 8,6.  Við vissar aðstæður geta myndast skaðlegar flóðbylgjum (tsunami)við svo öfluga skjálfta.

Vert er að benda á athyglisverða frétt á mbl.is þar sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftinn í morgun (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/04/11/pall_skjalftinn_um_margt_serstakur/) sé að mörgu leiti óvenjulegur.  Hann er ekki á hefðbundnum flekamótum eins og flestir skjálftar, heldur við sniðgengishreyfingu við úthafsfleka þar sem jarðskorpan er þunn og hefur hingað til verið talið að svo stórir skjálftar gætu ekki orðið við slíkar aðstæður.  Sniðgengishreyfingin veldur því að hafsbotninn hreyfist í lárétta stefnu en lyftist ekki upp eins og gerist á flekamótum þar sem einn fleki skríður undir annan, líkt og olli stóru skjálftunum og flóðbylgjunum við Indónesíu 2004 og Japan 2011.  Þegar hreyfingin er lárétt eru miklu minni líkur á flóðbylgju.

Skjálftinn í morgun kemst  í hóp 15 stærstu jarðskjálfta (http://earthquake NULL.usgs NULL.gov/earthquakes/world/historical_mag NULL.php) sem mælst hafa á jörðinni frá því farið var að mæla jarðskjálfta.

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/04/sumatra2 NULL.jpg)Fréttir um skjálftana:

cnn.com: Quake off Indonesia triggers tsunami alert (http://edition NULL.cnn NULL.com/2012/04/11/world/asia/indonesia-earthquake/index NULL.html?hpt=hp_t1)

mbl.is:  Jarðskjálfti upp á 8,7 stig (http://mbl NULL.is/frettir/erlent/2012/04/11/jardskjalfti_upp_a_8_7_stig/)

ruv.is: Skjálfti upp á 8,7 við Súmötru (http://www NULL.ruv NULL.is/frett/skjalfti-upp-a-87-vid-sumotru)

Á neðri myndinni sést dreyfing stærstu skjálftanna í hrinunni í dag samkvæmt Google earth.  Séu þessar staðsetningar réttar er um mjög óvenjulegan atburð að ræða því venjulega raða skjálftar sér nokkurnveginn í röð eftir misgenginu en hér eru þeir óreglulegir.

Athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Færslusafn eftir mánuðum