Snarpir skjálftar á Suðurlandi

Birta á :
Upptök skjálftanna í hrinunni við Selfoss. Myndin er fengin af skjálftavefsjá á vef Veðurstofu Íslands.
Upptök skjálftanna í hrinunni við Selfoss. Myndin er fengin af skjálftavefsjá á vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina hófst í gærkvöldi um 6km ANA af Selfossi.  Stærsti skjálftinn mældist M4,1 en nokkrir aðrir eru um og yfir 3.  Hrinan virðist enn í fullum gangi og ekki hægt að útiloka stærri skjálfta.  Þessi hrina virðist vera á afmarkaðri sprungu.  Þar sem tiltölulega stutt er liðið frá sterkum Suðurlandsskjálftum (2000 og 2008) þá eru ekki miklar líkur á að mjög stórum skjálftum á þessu svæði, ekki nema skjálftarnir færi sig í vesturátt. Skjálftar mikið stærri en M4 eru því ólíklegir, nema skjálftamiðjan færist til

Suðurlandsskjálftarnir árin 2000 og 2008 kláruðu sig nefnilega ekki ef svo má segja.  Það vantaði skjálftana vestan Ölfusár en venjulega enda þessar stóru skjálftahrinur á skjálftum á Hellisheiði/Bláfjallasvæðinu.  Ekkert bendir þó til annars en að þessi hrina haldi sig bara á þessu svæði og deyji svo út.

Engar eldstöðvar eru tengdar þessu skjálftasvæði.  Næsta eldstöðvakerfi er Grímsneskerfið (Kerið og tengdir gígar) en það hefur ekki verið nein virkni í því kerfi í þúsundir ára og fátt sem bendir til þess að það breytist í náinni framtíð.

Scroll to Top