Jarðskjáltar um víða veröld
  • Sat 20:38:27 (UTC) 3.6,Irian Jaya Region, - Details
  • Sat 18:53:19 (UTC) 4.5,新疆喀什地区巴楚.. - Details
  • Sat 18:47:00 (UTC) 3.2,018 km S 62° E of Malap.. - Details
  • Sat 18:38:21 (UTC) 3.4,Irian Jaya, - Details
  • Sat 18:37:13 (UTC) 3.7,Sulawesi, - Details
  • Sat 18:30:22 (UTC) 3.6,Ionian Sea (Greece) - Details
  • Sat 18:28:30 (UTC) 3.6,Panama-costa Rica Border.. - Details
  • Sat 18:23:25 (UTC) 3.1,28 km of Faryab, kerman .. - Details
  • Sat 18:12:03 (UTC) 4.2,New Zealand - Details
  • Sat 17:48:53 (UTC) 4.1,Gulf Of California (Mexi.. - Details
(http://www NULL.chess NULL.com?ref_id=4222785)
Free online chess games! (http://www NULL.chess NULL.com/)

Skjálfti suður af Bláfjöllum fannst á höfuðborgarsvæðinu

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálftanna í kvöld.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálftanna í kvöld.

 

Kl. 20:17 í Kvöld fannst skjálfti M 4,1 á höfuðborgarsvæðinu og eru upptökin um 6km suður af Bláfjallaskála.  Skjálftinn hefur væntanlega fundist í Hveragerði, Selfossi og suður með sjó.  Nokkuð margir smáskjálftar hafa mælst eftir stóra skjálftann en flestir undir M 1.

Skjálftar á þessu svæði koma ekkert sérstaklega á óvart, eru algengir án þess að þeir boði nokkuð meira.  Síðast varð á þessum slóðum stór skjálfti um M 5,0 17.Júní árið 2000, sama dag og stóri Suðurlandsskjálftinn reið yfir og var í raun hluti af þeirri hrinu.

Þarna hefur ekki orðið eldgos í um 1000 ár.  Þegar goshrinur ganga yfir Reykjanesskaga þá hefjast þær yfirleitt austast á skaganum (í grennd við Bláfjöll) og færast svo í vesturátt.  Síðasta goshrina hófst þarna um árið 1000 (Kristnitökuhraunið) og lauk um árið 1240 með gosum vestast á skaganum.

Athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Færslusafn eftir mánuðum