Skjálfti í Kötlu

Birta á :

Skjálfti upp á 3,2 M varð í Kötlu í morgun.  Skjálftinn var grunnur og tengist líklega frekar jarðhitavirkni í jöklinum heldur en kvikuhreyfingum.  Átti hann upptök sín norðarlega í Kötluöskjunni.   Annars hefur Katla verið fremur róleg í sumar og haust miðað við árið áður og ekkert sem bendir til stórra tíðinda á svæðinu á næstunni.

 

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í morgun:

Mbl.is : 3,2 stiga skjálfti í Kötlu

Ruv.is : Jarðskjálfti í Kötlu 3,2 af stærð

DV.is : Jarðskjálfti í Kötlu í morgun

2 thoughts on “Skjálfti í Kötlu”

  1. Sigurður Sigurðarson

    Hvað áttu við með „jarðhitavirkni“? Hver er munurinn á jarðskjálftum vegna jarðhitavirkni eða kvikuhreyfingum. Vantar einnig að vita muninn á jarðskjálftum í Kötluöskjunni og þeim sem eru utan hennar í Mýrdalsjökli.

  2. Undir Mýrdalsjökli, í öskjunni eru mjög virk jarðhitasvæði og vitað er að í kringum þau eiga sér stað jarðskjálftar. Þeir geta stafað að þrýstingsbreytingum á svæðinu, hugsanlega af íshruni yfir þeim osvfrv. Þessir skjálftar mælast mjög grunnt, rétt undir yfirborði en skjálftar sem mælast á 5-10 km dýpi eiga væntanlega upptök sín í kvikuhólfinu sjálfu, vegna kvikuhreyfinga eða af öðrum breytingum í eða við hólfið. Ef djúpu skjálftunum fjölgar eða þeir verða öflugri þá er ástæða til að óttast gos en varla vegna þessara grunnu skjálfta.
    Seinni spurningin: Flestir skjálftar í Kötlu eiga upptök í öskjunni, ca 70-75% um 20-25% eiga upptök undir Goðabungu á tiltölulega litlu svæði og restin er dreyfð um svæðið utan þessara tveggja virknismiðja. Dýpri skjálftarnir í öskjunni eiga væntanlega upptök í kvikuhólfinu en þeir grynnri flestir við jarðhitasvæðin að því að talið er. Skjálftarnir í Goðabungu eru meiri ráðgáta en sumir telja að þar sé annað kvikuhólf og sú kenning er til að þar hafi troðist upp ríólítgúll undanfarna áratugi en stöðvast á síðustu árum og því hafi skjálftum þar fækkað. Mikið var rætt um þetta í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli enda töldu einhverjir hættu á að basaltinnskot annaðhvort frá Kötlu eða Eyjafjallajökli næði í þennan ríólítgúl með tilheyrandi sprengigosi. Hvað sem þessu líður eru alltaf skjálftar þar af og til sem fylgst er með.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top