Hrina smáskjálfta hófst við Kistufell í Vatnajökli snemma í morgun. Um tugur skjálfta hefur mælst þar en einnig hafa mælst skjálftar sunnar í Bárðarbungu. Kistufell er um 20-25 km. norðaustur af miðju Bárðarbungu og tilheyrir þeirri eldstöð. Einnig hafa mælst nokkrir skjálftar í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajökli í morgun. Þá er ennþá líf í Tungnafellsjökli sem er einnig á þessum slóðum.
Síðast varð hrina í Kistufelli í desember síðastliðnum. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði hafa verið algengar undanfarin ár, sem og víðar í Bárðarbungueldstöðinni ss. í Hamrinum sunnan til í Bárðarbungukerfinu.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.