Jarðskjálftahrina hófst í kvöld skammt NA af Krýsuvík við Kleifarvatn. Hrinan hófst á skjálfta upp á M 3,9 en hann fannst víða á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir smáir eftirskjálftar fylgdu en svo róaðist svæðið. Rétt fyrir miðnætti tók hrinan sig upp að nýju. Skjálftarnir eru flestir á 4-8 km dýpi og virðast vera hefðbundnir brotaskjálftar.
Krýsuvíkursvæðið er mjög virkt jarðskjálftasvæði og síðast varð svipuð hrina á þessum slóðum í maí 2015.