Skjálftar á Hengilssvæðinu

Birta á :
Upptök jarðskjálftana í Hengilskerfinu í dag.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Upptök jarðskjálftanna í Hengilskerfinu í dag. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Rétt fyrir hádegi varð jarðskjálfti um 3 km. Sunnan Þingvallavatns sem mældist M 3,8.  Um 30 eftirskjálftar hafa mælst, allir minni en stóri skjálftinn en hann fannst víða á Suðvesturlandi.  Þessi hrina er á nokkuð afmörkuðu svæði í Grafningnum.  Það er ekkert óvanalegt að það skjálfi við Hengilinn.  Þar var mikil jarðskjálftavirkni árin 1994-99 en þar urðu meginhrinurnar í fjalllendinu við Hrómundartind.  Þá var vafalítið um kvikuhreyfingar að ræða þó ekki hafi gosið.  Urðu þá skjálftar um og yfir M 5 af stærð.  Skjálftahrinan í dag er líklega afleiðing uppsafnaðrar spennu fremur en að kvikuhreyfingar eigi hlut að máli , staðsetningin bendir til þess enda eru kvikuhólf eldstöðvakerfisins ekki á þessum slóðum.

Það hefur reyndar ekki gosið í eldstöðvakerfi Hengils í um 2000 ár þó jarðskjálftavirkni sé þar allmikil.  Á um 200 ára fresti verða  öflugar rek- og gliðnunarhrinur í kerfinu, sú síðasta varð árið 1789 með öflugum jarðskjálftum og jarðsigi.  Stækkaði Þingvallavatn þá umtalsvert og munu þessar hræringar hafa átt í það minnsta einhvern þátt í því að Alþingi var flutt til Reykjavíkur nokkrum árum síðar.

Visir.is: Tugir eftirskjálfta á Hengilssvæðinu

Mbl.is: Mikil skjálftavirkni við Hengilinn

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top