Skjálftahrina hófst í Langjökli laust eftir miðnætti s.l. nótt og stendur enn. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælingum veðurstofunnar. Flestir skálftarnir eru á 6-13 km. dýpi. Þessi hrina er nánast á sama stað og hrinan sem varð þann 7. júní. Jarðskjálftar eru algengir í suðvestur- horni Langjökuls og geta orið nokkuð öflugir. Ekkert bendir til þess að skjálftarnir séu undanfari eldgoss.