Jarðskjálfti varð laust fyrir kl. 1 í nótt skammt norðaustur af Keili á Reykjanesskaga. Mældist hann um 3,1 af stærð og á rúmlega 6 km dýpi. Tveir minni eftirskjálftar hafa mælst. Skjálftinn fannst sumstaðar á Höfuðborgarsvæðinu, best þó í Hafnarfirði enda næst upptökunum.
Skjálftar eru mjög algengir á Reykjanesskaga en þó ekki nákvæmlega þarna. Þessi skjálfti er nokkuð austar en meginsprungusveimur Krísuvíkursvæðisins við Sveifluháls. Ekki er þó hægt að draga neinar sérstakar ályktanir af því enda geta jarðskjálftar orðið svo til allsstaðar á skaganum.
Fréttir af skjálftanum í fjölmiðlum:
Visir.is – Jarðskjálfti við Keili
Mbl.is – Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Ruv.is – All snarpur skjálfti á Reykjanesskaga