Samkvæmt frétt mbl.is í dag þá vilja jarðfræðingar enn ekki lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli. Vikur eða jafnvel mánuðir geta liðið áður en slík yfirlýsing verður gefin. Ekki eru gefnar aðrar skýringar en að hætta sé á eðjuflóðum en þau tengjast auðvitað ekki nýrri eldvirkni, heldur verða vegna ösku sem nú þegar eru á jöklinum og getur farið af stað í miklum rigningum.
Í ljósi sögu fjallsins er heldur ekki skrítið að goslokum sé ekki lýst yfir, í gosinu 1821-3 hófst gos á ný eftir um hálfs árs hlé.
Skrýtið að það sé ekki búið að tilkynna goslok frá fyrsta degi. Segjum að Eldfellið hér fer gjósa aftur núna. Var þá nokkuð goslok um að ræða 1974. Þannig að það er þá vitleysa hjá okkur Vestmannaeyingum að halda goslokahátíð árlega. Hvar eru mörkin eiginlega????
já Pálmi, skil þitt sjónarmið en þetta veltur væntanlega á ýmsu. Það eru t.d. enn að mælast jarðskjálftar í Eyjafjallajökli og einstaka sprengingar voru í gígnum fram á sumar. Svo í ljósi sögunnar er alls ekki útilokað að gosið taki sig upp aftur innan árs eða svo.
Varðandi Vestmannaeyjar þá má jafnvel benda á aðrar hliðar þar líka t.d. að gosið í heimaey hafi verið framhald og eftirhreitur Surtseyjargossins sem lauk 6 árum áður, allavega eru bæði gosin partur af sömu goshrinunni – og reyndar ekkert útilokað að þeirri hrinu sé ekki lokið ef út í það er farið! – En auðvitað er Vestmannaeyjagosinu tæknilega lokið fyrir löngu en ég er ekki viss um að menn hafi alveg verið búnir að afskrifa það haustið 1973 þegar eldstöðin hafði verið dauð í nokkra mánuði.