Nokkrar myndir frá Eyjafjöllum
Síðuhöfundur var á ferð undir Eyjafjöllum í dag. Ljóst er að ástandið er verulega slæmt vegna öskufalls sem enn er töluvert á svæðinu. Góðu fréttirnar eru þær að gróðurinn virðist jafna sig furðu fljótt eins og sjá má vestan til á svæðinu þar sem er orðið nokkuð grænt aftur eftir mikið öskufall fyrstu daga gossins.
Góðan dag. Ég heiti Hörður Gunnarsson. Eru þessar myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli til sölu,sem eru á forsíðunni? Myg vantar myndir af gosinu til að hafa á eldfjallasýningu sem verið er að setja upp í Reykjavík. Myndirnar verða eingöngu sýndar þar og hvergi annarstaðar. Kv. Hörður