Snarpur jarðskjálfti við Bláfjöll – fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Birta á :

Um hádegið fannst snarpur jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu.  Fyrstu mælingar benda til þess að hann hafi verið um 4,5 á Richter.  Upptökin eru við skíðasvæðið í Bláfjöllum.  Samkvæmt vef veðurstofunnar mældist skjálftinn nú  á 5,8 km. dýpi og stærð skjálftans er 4,6 sem gerir hann að stærsta jarðskjálfta í nokkur ár á Reykjanesskaganum.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.  Græna stjarnan sýnir upptök stóra skjálftans en eins og sést á myndinni hefur verið í gangi smáskjálftahrina á Hengilssvæðinu í morgun. Þessir atburðir þurfa þó ekki að tengjast og reyndar er mjög óliklegt að þeir geri það.  Fastlega má búast við eftirskjálftum eftir skjálfta af þessari stærð.

Svæðið er þekkt jarðskjálftasvæði, þarna liggja flekaskil um og mikill fjöldi smærri misgengja og brota út frá þeim.  Skjálftar geta ferið yfir 6 af stærð á þessu svæði en talið er að skjálfti sem varð árið 1929 í Bláfjöllum hafi verið um 6.3 og skjálfti árið 1968 hafi verið um 6.  Hér má sjá grein um þá á mbl.is

Uppfært kl. 14 30

Samkvæmt frétt á Ruv.is eru upptök skjálftans við endann á stóru misgengi sem kortlagt var fyrir nokkrum árum að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.  Páll telur mögulegt að skjálftinn geti leitt af sér stærri skjálfta vegna spennubreytinga á svæðinu.

Jarðskjálftar á Bláfjallasvæðinu geta orðið að jafnaði mun stærri heldur en á Krísuvíkursvæðinu.   Þó svo þetta svæði sé mjög eldbrunnið þá er engin ástæða til að ætla að þessi skjálfti tengist eldsumbrotum.  Að öllum líkindum eru þetta hefðbundnir brotaskjálftar á flekaskilum.

Fréttir fjölmiðla af skjálftanum:

mbl.is :  Jarðskjálfti upp á 4,6 stig

Ruv.is : Jarðskjálfti upp á 4,6 stig við Bláfjöll

Visir.is :  Jarðskjálftinn var 4,6 stig

Pressan.is :  Snarpur  jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu – stærsti skjálftinn í 3 ár

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top