Jarðskjálfti sem mældist 3,8 varð við Austmannsbungu sem er í norðausturbarmi Kötluöskjunnar laust fyrir kl. 16 í dag. Skjálftinn fannst ekki í byggð. Alls hefur um tugur skjálfta mælst í Kötlu í dag, flestir í öskjunni sjálfri en einn smár í Goðabungu. Enginn órói hefur fylgt skjálftanum og á þessari stundu engar víbendingar um að eitthvað meira sé í aðsigi. Skjálftavirkni í Kötlu nær yfirleitt hámarki síðsumars og á haustin og því má gera ráð fyrir fleiri atburðum af þessu tagi á næstunni.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í dag:
Ruv.is – Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Mbl.is – Jörð skalf við Austmannsbungu