Mikið hefur verið um eftirskjálfta í dag eftir stóra skjálftann laust eftir hádegi. Nú er staðfest stærð hans M 5,6 sem gerir skjálftann að stærsta jarðskjálfta á Reykjanesskaganum síðan árið 2003.
Skjálftinn var dæmigerður sniðgengisskjálfti á flekaskilum og eldsumbrot í kjölfarið eru harla ólíkleg. Hinsvegar getur hrinan haldið eitthvað áfram og skjálftar upp á M 3,5 – 4 nokkuð líklegir næstu 12-24 tímana. Mjög ólíklegt er að annar svona stór skjálfti verði.
Skjálftarnir hafa síðustu klukkustundir fært sig í vestur eftir misgenginu í átt að Fagradalsfjalli en þar hafa einmitt orðið öflugir skjálftar á árinu.