28. júní 2010
Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið norðan til í Bárðarbungi, í Dyngjujökli, í allt sumar. Það virðist sem tíðni þessara skjálfta sé smámsaman að aukast. Sennilega eru þetta hreyfingar í kvikuhólfi Bárðarbungu, ekki ólíklegt að kvika sé að streyma inn í það að neðan. Í raun hefur verið órói í Bárðarbungu árum saman en tíðni skjálfta virðist þó vera að aukast.
Úti fyrir Norðurlandi hafa verið tíðir skjálftar síðustu vikur. þeir eru á þekktum brotabeltum og boða ekki eldgos.