Mayon á Filippseyjum veldur usla

Birta á :

Þegar lítið er um að vera hér á landi er ekki úr vegi að fræðast aðeins um eldfjöll erlendis.  Á Filippseyjum eru fjölmörg eldfjöll enda eyjaklasinn á hinu svokalla eldbelti “ring of fire” sem umlykur Kyrrahafsflekann svokallaða.  Virkasta eldfjall Filippseyja er hin 2462 metra háa eldkeila Mayon sem þykir einstaklega regluleg í laginu.

Þann 7. maí síðastliðinn komst Mayon í fréttirnar þegar þar  fórust 5 fjallgöngumenn  þegar lítið sprengigos ,eða öllu heldur ein stök sprenging, varð í fjallinu. Vitað er um 48 gos í Mayon á síðustu 400 árum.  Nýleg gos í Mayon: 2009-10, 2008, 2006, 1993, 1986 og 1984.  Mayon hefur oft valdið dauðsföllum og tjóni enda allmikil byggð í héröðum nærri fjallinu.  Þá fylgja gjóskuflóð gjarnan eldgosum í Mayon en þau eru einhver hættulegustu fyrirbrigði sem fylgja eldgosum.

Á meðfylgjandi mynd má einmitt sjá gjóskuflóð æða niður hlíðar Mayon í eldgosi árið 1984.

Mayon_Volcano

 

 

Scroll to Top