Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Lítið hlaup úr Lóni í Kverkfjöllum

Frá Kverkfjöllum (http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2013/08/kverkfjoll NULL.jpg)Jökulstíflað lón í Kverkfjöllum við Vatnajökul sem heitir Gengissig hefur hlaupið síðustu daga í ána Volgu og þaðan í Jökulsá á Fjöllum.  Hlaupið er lítið en hafði þó það af að taka af göngubrú yfir Volgu.  Ekki varð meira tjón af völdum hlaupsins og í raun var rennsli í Jöklulsá á Fjöllum ekki meira en á hlýjum sumardegi í hlaupinu.

Mikill jarðhiti er í Kverkfjöllum, ekki síst undir umræddu lóni.  Hefur það hlaupið nokkrum sinnum svo vitað sé.  Ummerki eru  um gufusprengingar eftir hlaup þar sem stafa af snöggum þrýstingslétti.

Lengi var talið að Kverkfjöll væru afkastamikil eldstöð sem hafi gosið alloft eftir landnám.  Nýjustu rannsóknir benda hinsvegar til þess að Kverkfjöll hafi í raun alls ekki gosið eftir landnám og í raun sjaldan á nútíma.  Flest eða öll þau öskulög sem menn eignuðu Kverkfjöllum hafa eftir rannsóknir reynst koma frá Grímsvötnum eða Bárðarbungu.  Hinsvegar eru merki um mikil forsöguleg gos og stórhlaup frá Kverkfjöllum en það eru mjög gamlar gosmenjar.  Jarðskjálftavirkni er þó alltaf nokkur á svæðinu.

Fréttir í fjölmiðlum um hlaupið:

mbl.is – Hlaup úr Gengissiginu (http://www NULL.mbl NULL.is/frettir/innlent/2013/08/17/hlaup_ur_gengissiginu/)

Dv.is – Lítilsháttar jökulhlaup úr Kverkfjöllum (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2013/8/17/litilshattar-jokulhlaup-ur-kverkfjollum/)

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum