
ÁKÖF SKJÁLFTAHRINA HÓFST Í SUNDHNÚKAGÍGARÖÐINNI UM KL. HÁLF EITT Í NÓTT. ÞEGAR ÞETTA ER RITAÐ KL 01:50 ER EKKI HAFIÐ ELDGOS OG ÞAÐ VIRÐIST NOKKUÐ DJÚPT Á JARÐSKJÁLFTUNUM EN ELDGOS VERÐUR ENGU AÐ SÍÐUR AÐ TELJAST LÍKLEGT Á NÆSTU KLUKKUSTUNDUM. HRINAN ER ÁKÖFUST UM MIÐBIK GÍGARAÐARINNAR, SUÐUR OG SUÐAUSTUR AF SÝLINGARFELLI. ÞAR HAFA FLEST ELDGOSANNA EINMITT HAFIST.
Enn sem komið er virðist kvikan ekki hreyfast mikið eftir sprungunni, hvorki til norðurs eða suðurs en það gæti breyst. Hægt er að fylgjast með framvíndu hrinunnar live hér og vefmyndavélar eru aðgengilegar á þessum hlekk.
UPPFÆRT 17/7 KL. 00:50
Eldgosið hófst um kl 4 sl. nótt og reyndist minna en miðlungsgos miðað við fyrri gos á þessum slóðum. Það kom upp í grennd við Stóra- Skógfell og urðu gossprungurnar tvær, önnur rúmir 2 km á lengd þegar mestur kraftur var í gosinu og hin um 500 metra löng. Gosið kom upp á afar heppilegum stað, engir innviðir í neinni hættu og hraunið rann að mestu á einskinnsmannslandi í átt að Fagradalsfjalli austur af gossprungunum.
Reikna má með að gosið lifi í einhverja daga. Jarðfræðingar telja amk. sumir að þetta gæti verið síðasta gosið á Sundhnúkagígaröðinni í þessum eldum en það er þo engan veginn öruggt. Meðan landris mælist, þá er alltaf hætta á að atburðir endurtaki sig.