JÖKULHLAUP ÚR KÖTLU – TJÓN ÞEGAR ORÐIÐ

Birta á :
  • Kort frá Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálfta undir Kötlu.

    ÓVENJU STÓRT HLAUP Á SÉR NÚ STAÐ ÚR MÝRDALSJÖKLI

  • HRINGVEGURINN LOKAÐUR
  • BRÚIN YFIR SKÁLM STÓRSKEMMD EÐA  ÓNÝT

Líklegast er talið að harðhiti valdi hlaupinu, þ.e. katlar hafi verið að tæma sig.  það gerist endrum og eins en þetta er óvenjustór atburður og ekki útilokað að smágos undir jöklinum hafi komið þessu af stað.  Eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að eldgos sé að brjótast uppúr jöklinum en það er ekki hægt að útiloka neitt og því er búið að lýsa yfir óvissuástandi.

Skjálftavirkni hefur verið nokkur en þetta eru vægir skjálftar, enn sem komið er enginn yfir M 3.  Þeir eiga flestir upptök í norðaustanverðri Kötluöskjunni þar sem eru þekkt jarðhitasvæði og eru mjög grunnir sem ennfremur bendir til óróa á jarðhitasvæðunum.

Það er vel þekkt að Katla hefur látið á sér kræla síðsumars og á haustin þegar áhrifa leysinga gætir hvað mest.  Enn sem komið er er varla hægt að tala um óvenjulegan atburð en hann er þó í stærra lagi, þetta hlaup virðist t.d. mun stærra en hlaup sem varð árið 2011.

Scroll to Top