Jarðskjálftar á ný í Eyjafjarðarál

Birta á :

.

Í nótt varð skjálfti upp á 3,8 stig um 14 km norðvestur af Gjögurtá, eða a svipuðum slóðum og stóri skjálftinn varð í október síðastliðnum.  Það hafa verið viðvarandi smáskjálftar á þessum slóðum síðan en þessi er sá stærsti i langan tíma.  Á annan tug eftirskjálfta hafa mælst.  Stærsti skjálftinn í nótt fannst í byggðarlögum næst upptökunum þ.e. Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og reyndar einnig á Húsavík.

Það er því ljóst að umbrotahrinunni í Eyjafjarðarál er ekki lokið og má búast við að þetta haldi eitthvað áfram.  Hrinan hefur enn sem komið er ekki haft áhrif á Tjörnes brotabeltið en það er það sem menn hafa helst haft áhyggjur af enda geta orðið mjög harðir skjálftar á því svæði.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum:

Ruv.is – Snarpur jarðskjálfti nyrðra

Mbl.is – Jarðskjálfti undan Gjögurtá

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top