Hekla að undirbúa gos?
(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2011/07/Hekla NULL.jpg)Samkvæmt fréttum RÚV (http://www NULL.ruv NULL.is/frett/hraeringar-i-heklu) nú í kvöld þá hafa hreyfingar komið fram undanfarna sólarhringa á mælum í nágrenni Heklu sem benda til kvikuhreyfinga. Vitað er að kvika hefur verið að safnast fyrir undir fjallinu frá síðasta gosi fyrir rúmum 11 árum. Heklugos gera yfirleitt ekki mikil boð á undan sér, skjálftahrina hófst aðeins einum og hálfum klukkutíma fyrir síðasta gos. Menn verða því að vera á tánum því á þessum árstíma eru venjulega margir ferðamenn í nágrenni fjallsins.
Varla þarf að búast við neinu stórgosi í Heklu i þetta skiptið enda stutt liðið frá síðasta gosi. Þó hafa bæði Eyjafjallajökull og Grímsvötn komið á óvart með kröftugum gosum þannig að það er óvarlegt að útiloka öflugt gos.
Pingback: Óvissustig vegna hræringa í Heklu | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar (http://www NULL.eldgos NULL.is/ovissustig-vegna-hraeringa-i-heklu/)