Reykjanesskagi

Allsnarpur jarðskjálfti við Krísuvík

Samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar varð jarðskjálfti upp á 3,6 rétt vestur af Krísuvík um kl. 21 12 í kvöld.   Nokkrir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, allir mun minni.   Skjálftarnir virðast vera nokkru sunnar en undanfarnar hrinur á svæðinu.   Stóri skjálftinn fannst víða á Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu.  Líklegt má telja miðað við fyrri hrinur að virknin haldi eitthvað áfram.

Kortið er fengið af vef Veðurstofu Íslands.

According to  automated service from the Icelandic Met.Office was a 3.6 earthquake just west of the Krísuvík pm. 21 12 this evening. Several earthquakes have followed, all much smaller. Earthquakes appear to be somewhat further south than in recent cycles of the region. The big earthquake was felt across the Reykjanes and the metropolitan area. It seems likely from previous cycles that the activity will continue.

The map is derived from the Icelandic Meteorological Office website.

Hvað er að gerast við Krísuvík?

Á dv.is er áhugaverð frétt um umbrotin á Krísuvíkursvæðinu sem hafa staðið yfir lengi með síendurteknum jarðskjálftahrinum og landrisi.   Land hefur risið á svæðinu um 7 cm á síðastliðnum 16 mánuðum.  Ekki er alveg ljóst ennþá hvað veldur landrisinu en annaðhvort er það kvikusöfnun eða breytingar á jarðhitakerfinu.  Jarðvísindamenn fylgjast náið með svæðinu.  Síðustu staðfestu eldgos urðu í kerfinu um árið 1180, á Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn.

Eins og fram kemur í greininni þá geta liðið áratugir frá því eldstöð byrjar að undirbúa gos þar til það brýst upp.   Eldgos hefur að öllum likindum ekki orðið á Reykjanesskaga síðan á 13. öld og goshlé því orðin afar löng á svæðinu sem eins og allir vita er mjög eldbrunnið.

Greinin á dv.is

Snarpur jarðskjálfti rétt við Grindavík

Klukkan 22 14 í kvöld varð jarðskjálfti sem mældist 3.7 á Richter á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Upptök skjálftans eru aðeins 2,6 km ANA af Grindavík.  Fannst hann á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu.  Þarna hefur skolfið undanfarna daga en þetta er þó stærsti skjálftinn i þessari hrinu.  Skjálftar eru algengir á þessum slóðum.

Öflugir skjálftar við Krísuvík – Fundust víða

Eldgos.isSkjálftahrinan sem gengið hefur yfir við Krísuvík og á Sveifluhálsi undanfarna daga færðist mjög i aukana í morgun með amk. þrem skjálftum vel yfir 3 á Richter, sá sterkasti 3,7 og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta er í raun framhald af hrinu sem segja má að hafi verið í gangi í tvö ár og gengur í lotum.   Sjá umfjöllun hér.     Þá bendum við á umfjöllun um eldstöðvar á Reykjanesskaga hér.

Skjálftar á þessu svæði eru mjög algengir og þurfa ekki að boða nein frekari tíðindi.   Hinsvegar hefur átt sér stað landris á svæðinu undanfarin ár sem ekki hefur verið fyllilega útskýrt.  Eldgos hafa orðið á þessu svæði síðan land byggðist og ganga yfir i hrinum.  Síðast gekk hrina eldgosa yfir á Reykjanesskaga á 12. og 13. öld.   en einnig eru heimildir um gos á 15. öld.   Mun styttra er síðan gosið hefur í sjó skammt undan Reykjanesi, eða á 19. öld.

Svæðið sem nú skelfur tilheyrir Trölladyngjukerfinu.  Árin 1150-1151 urðu allmikil eldsumbrot á þessu svæði og opnuðust nokkrar gossprungur.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir jarðskjálfta síðustu 48 stundir, þeir nýjustu eru rauðir, þeir stærstu eru grænar stjörnur.

UPPFÆRT: Annar stór skjálfti varð kl. 17.27 í dag.  Upptökin á svipuðum stað og fyrri skjálftar eða tæpa 5 km. NNA af Krísuvík.  Mikilll fjöldi smærri eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið.

Scroll to Top