Skjálftar við rætur Langjökuls

Birta á :

Um hádegið í dag hófst jarðskjálftahrina á litlu svæði um 5km. undan suðausturhorni Langjökuls.  Hafa á annan tug skjálfta mælst, sá stærsti um 3,5 og hefur heldur gefið í hrinuna undir kvöld.  Þetta eru að öllum líkindum hefðbundnir brotaskjálftar sem tengjast brotabeltinu á milli Langjökuls og Þingvalla.   Jarðskjálftar eru mjög algengir við Langjökul án þess að þeir boði nokkuð meira en þeir eru þó meira við vesturhluta jökulsins heldur en á þessu svæði sem er þó einnig vel virkt.

Myndin sýnir upptök skjálftanna og er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Sjá umfjöllun á eldgos.is um Langjökul hér

Umfjallanir fréttamiðla um skjálftana við Langjökul:

Ruv.is:  Jarðskjálftar tengjast gamla brotabeltinu

Visir.is: Ekki talið að skjálftarnir séu undanfari eldgoss

Mbl.is:  Jörð skalf við Jarlhettur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top