Hekla 1104

Birta á :

hekla

.

Að öllum líkindum er Heklugosið 1104 fyrsta gos Heklu eftir landnám. – það var heldur ekkert smágos. 2,5 rúmkílómetrar af súrri gjósku komu upp úr fjallinu í þeytigosi.  Tjón varð gífurlegt.  Þjórsárdalur lagðist í eyði að mestu.   Gjóskulög frá þessu gosi er að finna víða um land. Veturinn 1105 var kallaður “sandfallsvetur”.

Það er tilhneyging  megineldstöðva að eftir því sem goshlé er lengra, því kröftugri verða gosin eftir slík hlé.  Gosið 1104 skapaði Heklu vafasama heimsfrægð og á miðöldum var fjallið gjarnan nefnt eitt af hliðum helvítis.  Þetta gos er í hópi stórra súrra gjóskugosa sem verða með reglulegu millibili í Heklu- en alltaf af því að talið er, eftir löng goshlé.  þó það hafi verið mjög öflugt þá kemst það ekki í hálfkvisti við stóru forsögulegu gosin í fjallinu.  Til allrar hamingju eru þessi gos þó sjaldgæf, á 1-3000 ára fresti eða svo.

Scroll to Top