það er auðvitað útilokað að gera öllum eldgosum á Íslandi síðustu 10-12 þúsund ár skil en hér verða nefnd þau helstu sem vitað er um. Eins er aldurinn að sjálfsögðu ekki nákvæmur, því eldri sem gosin eru talin vera því meiri er skekkjan. Vísindamenn hafa þó þróað furðu nákvæmar aðferðir til að aldursgreina gjóskulög – sér í lagi svokallaðar kolefnisaldursgreiningar.
Fyrri hluta tímabilsins voru svokölluð dyngjugos algeng. Þá var ísaldarjökullinn að hopa. Samfara því lyftist landið þegar þungi íssins hvarf og eldgos urðu tíðari á tímabili. Dyngjurnar eru flestar taldar myndaðar í stökum gosum frekar en hrinum, gjarnan mjög löngum og utan hefðbundinna megineldstöðva. Stærsta dyngja landsins er Skjaldbreið. Fjallið myndaðist í einu áratuga löngu gosi í Langjökulskerfinu fyrir um 10.000 árum.
Þá er gosið sem myndaði Þjórsárhraunið mikla fyrir um 8.500 árum talið eitthvert mesta hraungos á jörðinni síðustu 10.000 ár. Það er ættað úr Bárðarbungukerfinu eins og fleiri stórgos.
Einnig eru eftirtektarverð tvö mjög öflug súr sprengigos í Snæfellsjökli á þessu tímabili. Þar urðu einnig mörg minniháttar sprungugos sem hér eru ekki talin með en það er ljóst að þetta fallega fjall mun ekki hvílast að eilífu.
Eldstöð | ár hefst | ár lýkur | gosefni mk3 | tegund goss | Auðkenni | Aðrar upplýsingar |
Reykjanesskagi | -11000 | 4,8 | flæðigos | Sandfellsheiði | stórt dyngjugos á Reykjanesskaga | |
Reykjanesskagi | -11000 | 5,2 | flæðigos | Þráinsskjöldur | stórt dyngjugos á Reykjanesskaga | |
Langjökull | -8000 | flæðigos | Skjaldbreið | Stærsta dyngja landsins- mynduð í einu löngu gosi | ||
Bárðarbunga | -6500 | 21 | hraungos | Þjórsárhraunið mikla | ||
Vestmannaeyjar | -6000 | goshrina í kerfinu | ||||
Hekla | -5000 | 3 | súrt gjóskugos | H5 lagið | ||
Þeistareykjakerfið | -5000 | 8 | flæðigos | Trölladyngja | eitt af stærstu dyngjugosunum | |
Reykjanesskagi | -5000 | 6,8 | flæðigos | Heiðin há | stórt dyngjugos á Reykjanesskaga | |
Vestmannaeyjar | -4000 | goshrina í kerfinu | ||||
Reykjanesskagi | -3000 | 3,2 | flæðigos | Hrútagjárdyngja | dyngjugos á Reykjanesskaga | |
Grímsnes | -3000 | Blandgos | Grímsneseldar | Allmikil eldsumbrot í Grímsnesi- Kerið ofl. | ||
Reykjanesskagi | -2700 | 3 | flæðigos | Leitin | dyngjugos á Reykjanesskaga | |
Hekla | -2500 | 10,8 | súrt gjóskugos | H4 lagið | ||
Snæfellsjökull | -2000 | sprengigos | Annað af tveim stórgosum í jöklinum á nútíma | |||
Hekla | -900 | 13,5 | súrt gjóskugos | H3 lagið | Mesta Heklugosið á nútíma | |
Öræfajökull | -800 | gjóskugos | gos í jökli | |||
Hengill | 0 | Blandgos | Hrina í Hengilskerfinu – Nesjavallaeldar | |||
Torfajökull | 100 | hraungos | Samhliða gosi úr Bárðarbungukerfi | |||
Öræfajökull | 100 | gjóskugos | gos í jökli | |||
Snæfellsjökull | 200 | sprengigos | Annað af tveim stórgosum í jöklinum á nútíma | |||
Öræfajökull | 500 | gjóskugos | gos í jökli |