1500–1799

Birta á :

Frá þessu tímabili eru öllu betri heimildir um eldgos heldur en fyrir 1500.  Skaftáreldar eru án efa merkilegasti atburðurinn en sérumfjöllun er um þá undir síðunni “stórgos eftir landnám”.  Katla var mikilvirk á tímabilinu með tvö öflug gos og fleiri minni.  Hekla var einnig með hressara móti, sérstaklega á 16. öldinni.   þá gengur yfir mikil umbrotahrina í Kröflukerfinu 1724-1729 með allmörgum gosum í grennd við Mývatn. Betri heimildir eru um eldsumbrot í Vatnajökli en áður.  Hlé verður á eldvirkni á Reykjanesskaganum sem stendur enn.

Eldstöð ár hefst ár lýkur gosefni mk3 tegund goss Auðkenni Aðrar upplýsingar
Katla 1500 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1510
Hekla 1554 Vondubjallargos
Katla 1580 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1597
Grímsvötn 1603 gjóskugos gos í jökli
Katla 1612 gjóskugos gos í jökli
Eyjafjallajökull 1612 gjóskugos gos í jökli Samtímis eða á undan Kötlu
Grímsvötn 1619 gjóskugos gos í jökli
Katla 1625 gjóskugos gos í jökli mikið gos
Grímsvötn 1629 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1636
Vestmannaeyjar 1637 1638 gjóskugos gos í sjó neðansjávargos SV af Heimaey
Grímsvötn 1659 gjóskugos gos í jökli
Katla 1660 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1681 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1684 1685 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1693
Grímsvötn 1702 1706 gjóskugos gos í jökli
Bárðarbunga 1711 1729 gjóskugos gos í jökli goshrina í jökli allt að 9 gos
Katla 1721 gjóskugos gos í jökli
Krafla 1724 1729 hraungos Kröflueldar fyrri goshrina – allmörg gos
Grímsvötn 1725 1726 gjóskugos gos í jökli
Hekla 1725 norðan og sunnan við Heklu
Öræfajökull 1727 1728 0,3 gjóskugos gos í jökli
Krafla 1746 hraungos Sveinagjá
Grímsvötn 1753 gjóskugos gos í jökli
Katla 1755 gjóskugos gos í jökli stærsta gosið í Kötlu síðan 932
Hekla 1766
Bárðarbunga 1766 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1769 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1774 gjóskugos gos í jökli
Bárðarbunga 1780 gjóskugos gos í jökli
Grímsvötn 1783 1784 blandgos Skaftáreldar næst mesta gos frá landnámi, á eftir Kötlu – Eldgjá 932-4
Reykjaneshryggur 1783 gjóskugos gos i sjó Kröftug gos nálægt Eldeyjarboða
Bárðarbunga 1797 hraungos Holuhraun rétt norðan Dyngjujökuls rennur
Scroll to Top