Jarðhræringar við Grímsvötn

Birta á :

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð jarðskjálfti sem mældist af stærðinni 4,2 við Grímsfjall í Vatnajökli í morgun.  Skömmu áður varð skjálfti upp á 3,5.  Búist hafði verið verið gosi á þessum slóðum í byrjun nóvember á síðasta ári þegar hlaup varð úr Grímsvötnum en það gerðist ekki.  Þarna er virkasta eldstöð landsins og jarðskjálftar algengir.  Nokkur órói hefur verið viðvarandi í eldstöðvum í Vatnajökli undanfarið, sérstaklega við Grímsvötn og Bárðarbungu.  Einnig hafa orðið skjálftahrinur við Esjufjöll austarlega í jöklinum og þá mælast skjálftar af og til við Kverkfjöll í norðurbrún jökulsins.  Ekki er  talið að eldgos sé beinlínis yfirvofandi á þessum slóðum en Grímsvötn þó hvað líklegust.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top