Aukin virkni í Eyjafjallajökli
Eyjafjallajökull: Enn eitt kvikuinnskotið – Toppgígurinn að þrengjast ? (http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2010/03/vefsja10mai1 NULL.jpg)
Um kl. 11 í morgun hófst enn á ný skjálftahrina á miklu dýpi undir Eyjafjallajökli. Um 40 skjálftar mældust í dag, flestir á 18-20 km. dýpi. Má ætla að þá hafi enn eitt kvikuinnskotið átt sér stað sem mun viðhalda eða auka kraft gossins næstu sólarhringa. Þessir skjálftar hafa svo haldið áfram fram á kvöld. Einnig vekja athygli skjálftar sem eru mjög grunnir undir toppgígnum. þeir gætu bent til þess að nú sé gosrásin tekin að þrengjast eins og Ómar Ragnarsson (http://omarragnarsson NULL.blog NULL.is/blog/omarragnarsson/entry/1053573/#comments) bendir á í bloggfærslu um málið. Myndin er fengin úr vefsjá veðurstofunnar. (http://drifandi NULL.vedur NULL.is/skjalftavefsja/index2 NULL.html)
Þrenging gosrásarinnar þarf ekki að boða lok gossins, allavega ekki meðan enn streymir kvika að neðan. Sprengivirkni eykst eftir því sem gosopið þrengist. Eins og Ómar bendir á þá er sá möguleiki fyrir hendi að gígurinn stíflist alveg en þá mundi kvikan væntanlega leita annarra leiða til yfirborðs.